Göngum í skólann

Skarðshlíðarskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett mánudaginn 16. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október.

Þetta er í þrettánda sinn sem verkefnið er haldið hér á landi. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.isSkarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is