Heimalestur

Að loknu jólaleyfi er afar mikilvægt að nemendur byrji strax að lesa heima og skrifa í orðabók. Til að lestrarþjálfun beri sem bestan árangur þarf þjálfunin heima að taka að minnsta kosti 10-15 mínútur á dag 5 daga í viku.

Í desember fengu nemendur í öðrum, þriðja og fjórða bekk yfirlit yfir námsmat í lestri. Hægt var að skoða þróun lestrar hjá hverju barni.  Í janúar taka nemendur síðan lesfimipróf/Lesferill og gaman verður að sjá þróun lestrarnámsins  frá því í september. Lesferill er staðlað matstæki frá Menntamálastofnun  sem mælir lesfimi - hversu mörg orð nemandi les á mínútu.

Nemendur í 2. – 4. bekk munu  fá yfirlit yfir lestrarnámið eins og þeir fengu í desember. Nemendur í 1. bekk taka fyrsta lesfimisprófið í Lesferli.

Nú á nýju ári verður heimalestur nemenda skráður sem ástundun í Mentor. Markmiðið er að nemendur lesi heima 5 daga vikunnar í a.m.k 10-15 mínútur og skrifi í orðaók.  Til að ná markmiðum vikunnar þarf bæði að lesa og skrifa í orðabók 5 sinnum í viku. Vikulega er skráð í Mentor hvort nemandi hafi náð markmiðum vikunnar.

Nemendur í fyrsta og öðrum bekk skrifa 3-5 orð í orðabók 5 sinnum í viku heima. Í þriðja og fjórða bekk fara nemendur að skrifa stuttan útdrátt úr því sem lesið er heima 5 sinnum í viku og foreldrar kvitta 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is