Gildi Skarðshlíðarskóla

Það var mikill gleðidagur hjá okkur því við vorum að fagna því að búið væri að velja gildi skólans. Það tók langan tíma að velja þau því við vildum að allir hópar sem koma að skólastarfinu hefðu eitthvað um þau að segja. Í vor hittum við foreldra á fundi og fengum þá til að koma með hugmyndir að gildum. Þegar starfsfólk skólans mætti til starfa fengu þau listann frá foreldrum og máttu bæta við þann lista. Nokkur ný gildi bættust á listann. Þann lista fóru kennararnir með inn í kennslustofu þar sem gildin voru kynnt fyrir nemendum og þau fengi að velja þau gildi sem þeim leist best á. Hver bekkur skilaði inn þremur gildum. Þegar allir bekkir höfðu skilað inn sínum tillögu þá var tekinn saman listi sem endaði í átta gildum. Þá var komið að starfsmönnum að velja þau þrjú gildi sem þeim leist best á, þegar niðurstaða úr þeirri kosningu var ljós þá voru valin þau gildi sem fengu flest stig. Við völdum þrjú gildi sem verða í reglutöflunni okkar og verða leiðarljós okkar í skólastarfinu og síðan völdum við eitt yfirgildi sem við ætlum að hafa að leiðarljósi í öllu okkar starfi en það er „gleði“. Ég held við getum öll verið sammála um að gleðin skiptir miklu máli í öllu starfi, manni þarf að líða vel til að ná góðum árangri. Gildin okkar eru samvinna, vinátta og þrautsegja.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is