Fyrsti dagurinn

Nú er fyrsta degi í breyttu skipulagi lokið en gekk dagurinn mjög vel.

Við viljum þakka ykkur fyrir góða samvinnu en ljóst er að foreldrar voru búnir að lesa skipulagið vel og kynna það fyrir börnunum sínum. Nemendur komu rólegir og afslappaðir í skólann og nutu þess að hitta bekkjarfélagana.

Að gefnu tilefni langar okkur að biðja ykkur að senda börnin ekki of snemma af stað í skólann því þá safnast þau saman fyrir utan skólann en hann er læstur og nemendum er hleypt inn rétt áður en kennslustund hefst. Ef nemandi kemur of seint verður að hringja í skólann og láta vita af honum þar sem skólinn er læstur.

Búið er að skipta skólanum upp í hólf, allir starfmenn og nemendur tilheyra einu hólfi og mega ekki fara milli hólfa. Fjóla heldur utan um alla starfsemi á neðri hæðinni þar sem 1. til 4. bekkur er og Kristín Laufey heldur utan um starfsemina á efri hæðinni þar sem 5. til 8. bekkur er.

Ef nemendur eru veikir eða í leyfi á að tilkynna það í Mentor, veikindi þarf að tilkynna á hverjum degi nema ef um langtímaveikindi eða sóttkví er að ræða þá þarf að senda póst á skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is.

Að lokum viljum minna á eftirfarandi skilaboð frá Almannavörnum:

Veikindi Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi.

Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó.

Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans. Á dögunum voru gefnar út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19,

Nemendur í sóttkví geta áfram sinnt námi sínu að einhverju leyti og skal stefnt að því að slíkar aðstæður hafi sem minnst áhrif á nám.

Kær kveðja,
Stjórnendur


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is