Fréttir af 4.bekk

Það er búið að vera mikið að gera þessa síðustu viku fyrir jólafrí. Við erum búin að vera með föndurstöðvar í hringekjunni og gera alls konar flott jólaskraut.

Við fórum í heimsókn í Ástjarnarkirkju í morgun með 1. 2. og 3. bekkjum og þar var vel tekið á móti okkur, lesin sagan um fyrstu jólin og svo sungin jólalög við undirspil á píanó. Að lokum fengu allir mandarínu og við löbbuðum til baka í skólann. Þar tók við söngstund á sal þar sem allir nemendur og starfsfólk söng og lék jólalög saman ásamt nokkrum börnum sem komu í heimsókn af leikskólanum. Það voru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans sem stjórnuðu og spiluðu undir á harmonikku og gítar. Í lokin sýndu nokkrir nemendur sem eru í danssmiðju þessa dagana, jóladans. Þetta var mjög skemmtileg samverustund.

Óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og þökkum fyrir árið sem er að líða.

Elva og Kolla

Fara í myndaalbúm


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is