Fiðrildaveisla í snjónum og eldgosaverkefni

Í byrjun febrúar hélt 2. bekkur Fiðrildaveislu í snjónum í nágrenni skólans.

Nemendur komu með sleða og snjóþotur og renndu sér í brekku fyrir neðan Ásfjallið. Veðrið lék við okkur, sól og logn og nutum við þess að drekka heitt súkkulaði og borða hraun með. Það var auðvitað við hæfi því undanfarnar vikur hefur 2. bekkur unnið með verkefnið KOMDU OG SKOÐAÐU ELDGOS, þar sem hraun bar vitanlega á góma þó ekki væri það súkkulaðihúðað.

Í lok verkefnisins gerðu nemendur glæsilegar myndir af eldgosum sem nú prýða kennslustofurnar. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is