Dagur íslenskrar tungu

Það var líf og fjör hjá okkur í Skarðshlíðarskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu. Eftir hádegismat vorum við með samveru á sal sem tókst ljómandi vel. Við vorum svo heppin að fá til okkar höfunda sem lásu upp fyrir nemendur en það væru þær Alma Björk Ástþórsdóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir sem lásu úr bókinni Skrímslin í Hraunalandi. Þá voru allir nemendur í 2., 3. og 4. bekk með atriði en þau lásu ljóð, voru með talkór og sungu fyrir okkur. Þetta var fyrsta samveran okkar en þær verða fleiri í vetur.

l


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is