Bollu- og öskudagur í Skarðshlíðarskóla

Á mánudaginn er bolludagur og þá mega allir –koma með bollu í skólann.

Skólamatur ætlar að bjóða upp á pítsu í hádegismatinn á öskudaginn. Þeir sem eru ekki í mataráskrift geta keypt matarmiða sem kostar 600 kr. Nemendur þurfa að koma með pening og kaupa miða hjá starfsfólki Skólamatar í matsalnum á mánudaginn.

Á öskudaginn er skóli frá 8:10 – 11:30. Þeir nemendur sem eru skráðir í Skarðssel fara þangað en aðrir heim. Við hvetjum alla til að mæta í búning, en við skiljum öll vopn eftir heima. Nemendur fara í frímínútur en að öðru leyti verður dagurinn óhefðbundinn. 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is