Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag, 11.febrúar.

Í tilefni af honum fá nemendur Skarðshlíðarskóla á næstu dögum kynningu á þeim hættum sem geta leynst á netinu.

Viðfangsefnin verða misjöfn eftir bekkjum en meðal annars verður farið yfir hvernig varast á gylliboð og svik á netinu, hverju skal deila með gát og hvernig hægt sé á að búa til bestu lykilorðin.

Til stuðnings verður notað efni af síðunni:

https://beinternetawesome.withgoogle.com

Þar eru einnig skemmtilegir leikir sem kynna netöryggi fyrir börnum og unglingum.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn að kynna sér það efni sem finna má á SAFT.is.

Við viljum einnig benda á upptöku af fyrirlestrinum ,,Ung börn og snjalltæki" sem haldinn var í tilefni dagsins í Engidalsskóla en hægt er að horfa á upptöku af fyrirlestrinum á facebooksíðu Heimilis og skóla.


 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is