Afhending fyrsta áfanga Skarðshlíðarskóla

Formleg afhending Skarðshlíðarskóla

Þriðjudaginn 6. nóvember afhentu fulltrúar Eyktar, Hafnarfjarðarbæ og okkur formlega fyrsta áfanga skólans eða hús C. Það var gert við skemmtilega athöfn í matsal skólans þar sem fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og verktakans tóku til máls. Þá var skólafólki og öðrum gestum boðið upp á léttar veitingar og þeim boðið að skoða skólann. En þetta var ekki eina athöfnin því nemendur og starfsfólk skólans voru með partý í síðustu viku þar sem við fögnuðum þessum tímamótum. Fanney fræðslustjóri og Rósa bæjarstjóri ávörpuðu nemendur við þetta tækifæri. Nemendur sungu og fluttu ljóð og síðan mætti Jón Jónsson söngvari á svæðið og hélt uppi stuðinu með krökkunum, þá var líf og fjör.  Nemendur fengu að lokum að gæða sér á köku og ávöxtum. Það voru allir alsælir með þessa uppákomu og Jón Jónsson sló í gegn. Nemendur virtust kunna textana að lögunum hans og gátu sungið með þeim öllum.

IMG_0695
IMG_0671IMG_0721IMG_0717 


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is