Á döfinni

Ágætu forráðamenn,

Hér kemur yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni hjá öllum árgöngum fram að skólaslitum. Kennarar munu þó upplýsa ykkur um ef eitthvað sérstakt er á döfinni í einstaka bekkjum.

Mánudagur 28. mái – Skipulagsdagur kennara. Skarðsel er opið fyrir nemendur sem búið er að skrá.

Þriðjudagur 29. mái- Skóladagur frá 8:10 – 11:10. Nemendur sem eru í Skarðsel fara þangað, aðrir nemendur fara heim með rútunni.

Við ætlum að fara á Víðistaðatún og njóta þess að vera úti að leika og rannsaka umhverfið. Við tökum með hádegismatinn, samlokur og safa. Það er ágætt að vera með ríflegt morgunnesti, maður verður svangur af mikilli hreyfingu og útiveru. Allir þurfa að vera vel klæddir miðað við veður. Það má koma með útidót með sér t.d. bolta, sippubönd og frisbí diska.

Miðvikudagur 6. júní – Vorferð Skarðshlíðarskóla. Við ætlum í dagsferð í Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði. Við grillum pylsur í hádegismat en það er gott ef allir eru með ríflegt nesti með sér. Mikilvægt að koma klædd eftir veðri og þeir sem eiga mega koma með háfa með sér. http://thekkingarsetur.is/

Fimmtudagur 7. júní – Skólaslit kl. 8:30 í Íþróttahúsinu á Ásvöllum.Hver árgangur verður með stutt atriði og mun skólastjóri halda stutt erindi. Síðan ganga allir út í skóla þar sem umsjónarkennarar kveðja sinn hóp á heimasvæðum. Við vonumst til að sjá sem flesta!

Skólasetning verður 22. ágúst í Skarðshlíðarskóla í Hádegisskarði 1.


Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is