3. bekkur ferð á Þjóðminjasafn Íslands

Þann 12. desember fór 3. bekkur í ferð á Þjóðminjasafn Íslands. Við fórum í ratleik um safnið að leita að jólakettinum sem hafði falið sig á tíu stöðum innan um sýningargripina. Eftir ratleikinn kom Stekkjastaur í heimsókn á safnið og sagði sögur og söng fyrir áheyrendur. Við borðuðum nesti á safninu og tókum svo strætó til baka í skólann. 



Skarðshlíðarskóli | Hádegisskarð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 527-7300 | Netfang: skardshlidarskoli@skardshlidarskoli.is